Þessar samningaviðræður eru ekki lengur fyndnar

Miðað við stöðu þjóðarbúsins í augnablikinu og næstu árin gengur engan vegin að koma kosningaloforðum flokkana í tveggja í framkvæmd fyrifram, heldur aðeins hægt og eftir á, og þegar þannig er á málin litið hafa flestir hinna flokkana ekki ósvipuð markmið. 

Að mínu mati mætti skoða afnám verðtryggingar og leiðréttingu verðtryggðra lána, og jafnvel aftur í tímann, en hafa ber í huga að slíkt er í rauninni ígildi skattalækkana, a.m.k. má líta þannig á málin og þannig er það líka í framkvæmd með bæði góðu og illu.

Beinar skattalækkanir í þeirri stöðu sem nú eru í gangi, ganga ekki í ofanaálag við afnám verðtryggingar.

Á næstu árum þarf að styrkja gengið, og greiða skuldir þjóðarbúsins sem eru á gjalddaga,  olg halda áfram að verja velferðarkerfið.

Ég ætla ekki að endurtaka hér ummæli Gylfa hafræðiprófersors frá í gær, og Gylfasonar líka, sem báðir hafa fullyrt hvers vegna kosningaloforð þessara flokka gangi ekki í framkvæmd núna. 

Ég vil hins vegar taka fram að rannsóknir hafa sýnt að það er beint línulegt samband milli aukningar á peningamagni í umferð og verðbólgu, og það virðist eiga við um öll þjóðfélög og alla tíma, hvort sem skoðað er óðaverðbólgan í Þýskalandi eftir fyrri heimstyrjöld, eða hvað sem er annað, t.d. framkvæmd kosningaloforða Framsóknarflokksins í kosningunum fyrir 10 árum, og það er alveg nógu erfitt að halda aftur af verðbólgu þegar peningamagn í umferð eykst til muna ef gengismálin eru í lagi, en svo er ekki núna og gengisveiking mun styðja við þá óðaverðbólgu sem mun fylgja hrærigraut kosningaloforða þessara tveggja flokka, verði sú ríkisstjórn að veruleika. Kannski fór alltaf þetta þrennt einmitt saman í mestu gengishrunum sögunnar, sem eru t.d. fall þýska marksins á millistríðsárunum í Þýskalandi og á tímum kínverska borgarastríðsins fyrir miðja síðustu öld. Í ofanálag munu þessir tveir flokkar í krafti kosningaloforða sinna og mikils þingmeirihluta rústa velferðarkerfinu með næstu fjárlögum og gera Ísland að hver-borgar-fyrir-sig-samfélagi, eins og á við um Bandaríkin, Bretland og Holland og það þegar um næstu áramót, þótt íslenska heilbrigðiskerfið sé jafnvel nú þegar orðið óalþýðuvænna en það breska, eins og kom fram í kastljósþætti um daginn. Eðlilegast er því að Sigmundur hætti viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn og myndi ríkisstjórn með vinstriflokkunum, enda er ekki hægt að fara í skattalækkanir fyrr en innistæða er komin fyrir þeim, og það er enn mikilvægara ef Framsókn ætlar að knýja í gegn afnám verðtryggingar og leiðréttingu slíkra húsnæðislána. Það er ómögulegt að efna kosingaloforð beggja flokkanna, öðruvísi en velferðarkerfunum verði rústað í leiðinni, því það verður ekki gert öðruvísi en að færa peninga frá sumum einstaklingum og þjóðfélagsgeirum til annarra aðila. Simmi verður því að hætta strax þessum stjórnarmyndundunarviðræðum.


mbl.is Fóru saman út úr bænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband