Vantrú byrjuð að babbla. Jafnrétti gagnvart Vantrú

Hefur jafnréttisstofa ekkert betra að benda á einhvers konar ójafnrétti sem engan skaðar - a.m.k ekki neina aðra en þeir sem ekki þola neina trúarástundun eins og Vantrú og eða Siðmennt enda má jafnvel gera ráð fyrir að sömu trúlausu vinstrisinnarnir hafi komið sér fyrir í bæði jafnréttisstofu og Vantrú og eða Siðmennt?

Vantrú og eða Siðmennt er líka trúarhreyfing því skv. trúarbragðafræðingum er siðrænn húmanismi flokkaður sem trúarbrögð. Þar sem um er að ræða fundamentalista í flokki trúleysingja. Vantrú og eða Siðmennt er trúflokkur siðrænna húmanista.

Ég er sjálfur ekkert hrifinn af íslensku þjóðkirkjunni þar sem ég er persónulega á móti öllum rétttrúnaði hvað sem hann heitir en það er bara mín skoðun. Menn verða að hafa í huga að  hvað sem öllu líður og skoðun manna kann að líða þá byggir vestræn menning á Biblíunni þótt fleira komi þar til eins og klassísk menning forngrikkja og vísindi og hugmyndastefnur síðustu alda. Það kemur trú svo sem ekkert við því hvort sem menn trúa eða ekki þá verða menn ekki viðræðu- og jafnvel fræðilega hæfir á sviði bókmennta, lista, heimspeki, sagnfræði og  stjórnmálafræði þekki menn ekki til Biblíunnar og þeirra hugmyndaheima sem henni tengjast bæði fyrr og síðar og vítt og breyt. 

Kirkjan gegnir ýmsu hlutverki og það eru ekki allir og þ.m.t. margt fólk t.d. þeir sem tengja sig ekki síður við búddisma, taóisma, spíritisma, guðspeki o.fl., sem kæra sig ekki um borgaralegar athafnir á borð við fermingu og giftingu.

Kristin trú er menningararfurinn og ég tel eðlilegt að ef eða þegar ég eignast börn þá fái þau að einhverju leyti að vaxa upp í íslenskri þjóðkirkju. 

Menn verða síðan að hafa það í huga að börn eru ekki fullorðið fólk og það þarf að móta þau í krafti kristins siðferðis þótt ég sé ekki að  segja að guðleysingjar þurfi upp til hópa að vera minni siðferðisverur en trúaðir. Það er allur gangur á því.

Fólk verður að hafa gaman að lífinu og  ef  börnum er innrættur þessi dauði, vélrænni alheimur án andlegra vídda sem trúleysingjar boða þá verða þau fórnarlömb leiðinda sem fylgja þeim alla ævi og gerir fólki erfitt að takast á við það sem að höndum ber eins og þunglyndi og áfengissýki. 

Franski rithöfundurinn og tilvistarspekingurinn Camus fjallaði í skáldsögum sínum um merkingarleysi lífsins vegna dauðans og einsemd mannsins í guðlausum heimi. 

Málið er þetta með vísindastóðið að þegar ekkert er handan okkar efnisheims þá verður allt svo leiðinlegt. 

Félagsfræðingar  hafa bent á ´leiðindi´ eða ´boring´ sem eitt helsta samfélagsmeinið í dag á Vesturlöndum. Það á að vera svo að þegar menntakerfið og samfélagið innrætir fólki að hvorki guð né yfirnáttúrulegur veruleiki sé til þá leiði það til ótta gagnvart dauðanum og því að fólki finnst það aldrei þurfa að standa skil gjörða sinna en við það missir lífið allan tilgang og útkoman verður boring. Ég tek samt fram að ég trúi ekki á guð í mannsmynd eða...

Vantrú og eða Siðmennt er því að boða og bera út depurð, tilgangsleysi og kvíða. Vantrú og eða Siðmennt er félagsskapur mjög lítils hluta þjóðarinnar þótt sá hópur sé afar herskár og hávær og berjist gegn allri trúarlegri ástundun a.m.k. ef hún tengist ríkinu á einn eða annan hátt. Ég er samt hlynntur því að hinn opinberi vettvangur sé trúlaus og finnst t.d. Guðni Ágústsson oft betur hafa sleppt tengingum í trúna og ritninguna þegar hann hefur verið að ræða um eitthvað allt annað á Alþingi.

Það er hins vegar sjálfsögð jafnréttiskrafa mín að vísindastóðs og vísindahyggjuliðið í Vantrú og eða Siðmennt og femínistarnir í jafnréttisstofu sem væntanlega eru trúlausir, sýni meirihluta þjóðarinnar þá meirihlutakröfu Íslendinga að hætta öllu pexinu um þessi mál.

Það er sjálfsögð jafnréttiskrafa.

 

 

 

 

 


mbl.is Sjálfvirk skráning í trúfélög andstæð jafnréttislögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og finnst þér þá ekki gaman að ef þú eignast þín börn með konu utan þjóðkirkjunnar þá hefur þú ekkert um það að segja að krakkarnir þínir séu skráðir líka fyrir utan. Hefði haldið að þú værir ekki alveg búinn að lesa fréttina. Það sem var kært var mismunur á trúarskoðun móður og föðurs. Þó ég sé sammála vantrú um að sjálfvirk skrásetning barna í trúfélög sé hæpin þá ætla ég ekki að gera mál út af því. Passa mig bara að það sé ekki búið að skrá mig aftur í þjóðkirkjuna þegar ég eignast mín börn.

Anna (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 17:30

2 Smámynd: Árni B. Steinarsson Norðfjörð

Ég samþykkti að birta þessa athugasemd vegna þess að ég vil svara henni.

Höfundur athugasemdarinnar bendir á að það sé óeðlilegt sem hún nefnir og það gerir Vantrú líka. Ég spyr á móti: Skiptir þetta öllu máli eða einhverju máli? Þannig? Það er nú svo að fólk skráist sjálfkrafa í trúfélög þótt því megi breyta síðar. Flest börn búa hjá móður sinni hvort sem þau búa líka hjá föður sínum eða ekki. Það er því eðlilegt að þau fylgi móður sinni með þeim hætti. Út á eitthvað verður þessi skráning að ganga. Það er einnig svo að ég tel meiri líkur á því að barnið skráist í einhvern jaðartrúflokk fylgi það föður sínum þar sem ég tel að það sé mun algengara að konur giftist múslimum, gyðingum, eða siðrænum húmanistum en öfugt þar sem múslilmar samþykkja síður að dætur sínar giftist annarrar trúar fólki eða trúleysingjum á meðan synirnir gera fremur það sem þeim sýnist og það getur reynst vestrænum konum illa og börnum þeirra. Karlmenn virðast líka vera meira áberandi í Siðment  og Vantrú og hvort sem þessi félög séu orðin eða eiga eftir að verða trúfélög þá spyr ég á móti hvort móður barns myndi líka það að barnið sitt yrði skráð sjálfrafa í Siðmennt eða Vatrú hefði hún aðra trúarskoðun.

Málið er að ef börn skráist ekki með sjálfvirkum hætti þá munu foreldrarnir annað hvort ekkert skrá barnið í trúfélag eða flækja málið um of sín á milli auk þess sem trúfélög tengjast okkar menningu hver sem þau eru og hvað sem okkur kann að finnast um það og ég er ekki hrifinn af trúleysissamfélögum þótt hinn opinberi vettvangur svo sem stjórnmálin eigi að vera trúlaus með öllu. Annað leiðir til lýðskrums og er jafnvel stórskaðlegt eins og í Bandaríkjunum þótt menn megi vísa til trúainnar ef það er gert á mjög hógværan og jákvæðan máta.

Gagnrýni Vantrúar gengur út á að uppræta trúarhugsun og trúarbrögð þótt þeir vilji láta orð sín snúast um annað.

Það mætti leysa þetta með því að ef faðirinn kvartar þá hafi hann jafnan rétt á móti móður og ef hann er t.d. múslimi en hún kristin þá yrði niðurstaðan sú að barnið mætti ekki skrá í trúfélag.

Vantrú gerir þennan kjarna málsins ekki að sínu umfjöllunarefni heldur skýtur að öðru enda vilja vantrúarmenn ekki að börn séu skráð í trúfélög.

Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 9.12.2008 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband