Mikael sálnafjölskyldan hefur tjáð sig - Jóhanna breytir ekki haustinu í vor

Miðill nokkur setti sig í samband við Mikael sálnafjölskylduna í gær og
spurði út í Davíð, Jóhönnu, samskipti þeirra tveggja og afstöðu
þjóðarinnar. Mikael segir að Davíð sé ekki einu sinni leikmaður í
þessum leik. Það sé komið haust og vetur á næsta leiti. Þjóðin hafi
ekki safnað vetrarforða og sýpur nú seyðið af því. Aðeins á vorin sé
hægt að plægja jörðina og sá en slíkt er ekki hægt á haustin og
veturna. Þjóðin sé að leita að sökudólgi og ræðst því á Davíð sem er
samt ekki einu sinni leikmaður í leiknum. Jóhanna áttar sig nú á því að
hún getur ekki frekar en fyrri ríkisstjórn breytt því að núna er haust
og vetur komandi. Ríkisstjórnin og almenningur áttar sig núna á því að
nýjum valdhöfum (ef valdhafa skal kalla) geta ekki fremur en fyrri
ríkisstjórn unnið nein kraftaverk. Engu að síður séu til lausnir en þær
liggi ekki í því að kenna Davíð um ástandið.
mbl.is Niðursveiflan meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband