Hvers vegna eru kollegar og eftirmenn oft alnafnar?

Frændi minn og alnafni tók við af honum. Alnafni - Tilviljun? Fleiri en einn Jón Sigurðsson hefur setið í stóli seðlabankastjóra.

Eins er oft svipuð hrynjandi í sömu dæmum. Fyrir mörgum árum kenndi Sveinn Skorri Höskuldsson íslenskar bókmenntir. Löngu síðar kenndi og kennir enn Sveinn Yngvi Egilsson. Hrynjandi nafnanna er ekki ósvipuð. Tilviljun?

Reyndar kenndi um tíma afar ólíkur maður Sveini Yngva, Jón Yngvi Jóhannsson, meira að segja sama áfanga.

Þótt nöfn, lengd þeirra og hrynjandi sé mjög lík hjá þessum þremur kollegum þá vil ég alls ekki meina að þessir tveir síðast nefndu séu líkir menn. Annar þeirra minnir helst á guðina tvo sem voru í heimsókn hjá organistanum í Atómstöðinni eftir HKL, án þess að ég útlisti það frekar hér sem ég á við. Hinn er allt öðruvísi.

Skv. talnaspekinni eru þetta ekki tilviljanir. Hver bókstafur hefur sína tölu og táknar ákveðin einkenni. Það kann einmitt að standa fyrir ákveðnum eiginleikum eins og að bókstafirnir í nafninu Sigurður Helgason standi bæði í sitt hvoru lagi og saman fyrir eiginleika frábærs fjármálamanns og forstjóra. Ingvar Helgason sem er nafn fyrirtækis og líklega samnefnds stofnanda og eiganda deilir ekki óáþekkri hrynjandi og kennd gagnvart þessum nöfnum. Það segir sína sögu.

Það má finna fullt af svona dæmum. 

Kannski lumið þið lesendur bloggsins á einhverjum?

 

 

 


mbl.is Sigurður ruddi lággjaldaflugfélögum braut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Skemmtileg pæling, viss um að Hermundur Rósinkranz talnaspekingur tæki undir.

Nafnið þitt hefur annars öflugan hrynjanda,  fyrir hvað stendur B-ið?

Jenný Stefanía Jensdóttir, 18.2.2009 kl. 01:58

2 Smámynd: Árni B. Steinarsson Norðfjörð

Bergþór

Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 18.2.2009 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband