Um U2

Það hafa verið útbreiddar hugmyndir um að áróður og list séu andstæður en U2 gefur slíkum kenningum langt nef þar sem þetta tvennt skemmir ekki fyrir hvort öðru hjá þeim heldur magnar fremur hvort annað upp. 

Í því liggja kannski sérkenni og vinsældir hljómsveitarinnar.

Öfugt við flestar trúarhljómsveitir sönglar U2 hvorki halelúja eða Jesús í öðru hverju orði og forðast allt stagl og einfalda, kreddufasta útleggingu. Lagið ,,One´´ er t.d. lýsandi fyrir kristna einhyggju sem er mun minna áberandi innan kristninnar og hefur alltaf verið. Sögupersónan séra Jóhann í Brekkukotsannál HKL er þó fulltrúi kristinnar einhyggju. Taóisminn kann stundum að þykja liggja nærri kristinni einhyggju enda er slík útlegging ekki út í hött. Sama má segja um guðspeki og búddisma en guðspekin kom annars vegar fram sem andóf gegn kristinni tvíhyggju og hins vegar sem stefna sem vildi velta fyrir sér, skoða og bera saman önnur trúarbrögð svo sem búddisma, taósima og hindúisma auk spíritisma, sálkönnunar og margt fleira. 

Út frá mikaelfræðunum séð virðist Bono vera mjög prestslegur en skv. einni bókinni mun hann vera sögumaður en í prestskasti og fimmta stigs þroskuð/ unglings sál, en fimmta skeið þroskaða skeiðsins gengur einmitt út á að vera svolítið út á við og skapa sér sérstöðu á jákvæðan hátt eins og Páll Óskar o.fl.  sem einnig munu vera fimmta stigs þroskuð sál.

 


mbl.is U2 notuð í trúboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband