Samfylkingin hefur hreinan skjöld

Dagurinn í dag hefur sýnt tvo aðalsökudólga, annars vegar bankinn sem var með reikningana frægu í útlöndum (vil ekki fá á mig málsókn einsog ónefndur frændi minn sem er fréttamaður) og hins vegar svarta klíkan í Sjálfstæðisflokknum.

Sökudólgarnir í 2. röð voru síðan aðrir útrásarvíkingar en fyrrum ríkustu feðgar landsins. Í 3. röð koma síðan keyptir og spillti stjórnmálmenn sem eru jafnan kenndir við einn stjórnmálaflokk auk áróðursvéla auðmannanna, fjölmiðlana. Það er hins vegar mjög langsótt að benda á forystumenn Samfylkingarinnar þar sem þeir sátu aðeins um skamma hríð í stjórn og fóru ekki með verkstjórnina, höfðu ekki þekkingu á málunum öfugt við sérfróða sjálfstæðismanninn í forsætisráðherrastólnum sem átti að hafa vit fyrir öllum hinum.Það er mjög langsótt mál að sækja að Björgvini vegna þess að menn voru í feluleik við hann auk þess sem hvorki hann né fjármálráðuneytið réðu við einbeittan brotavilja bankamannanna.   

 


mbl.is „Valdarán Davíðs Oddssonar"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Eitt segir þú rétt. Samfylkingarmenn höfðu ekki þekkingu. Mikil er speki þín.

Guðmundur St Ragnarsson, 12.4.2010 kl. 23:18

2 Smámynd: ae

Frábært Guðmundur!  Lokum bara augunum fyrir öllu hinu og höldum áfram í sama farvegi, þá verður allt eins og það var áður.  En er það það sem við viljum?

Fyrir mitt leiti, NEI takk.

kveðja

Ævar

ae, 13.4.2010 kl. 01:11

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Flokkur sem hótar stjórnarslitum á örlagastundu vegna haturs á einum manni hefur hvorki sérþekkingu á einu eða neinu.

Hafi Samfylkingin hreinann skjöld á eftir að búa þann skjöld til.

Af ráðherrunum 4 sem mest komu við sögu - Halldór Ásgrímss - Geir H - Ingibjörg og Björgvin - er aðeins Björgvin eftir á þingi - honum ber að segja af sér og hætta.

Árni er eins og margir Sf liðar á þeirri skoðun að Sf hafi eiginlega ekkert verið í stjórn Geirs og Ingibjargar - gott og vel -

Ég fer að vorkenna VG - það eru nú þegar farin að sjást merki um afneitun VG á núverandi stjórnarþátttöku. Skil það svosem vel enda er þessi stjórn að skrifa svartasta kaflann í Íslandssögunni fram til þessa dag. Því miður.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.4.2010 kl. 06:44

4 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þú verður að afsaka en ég hló þegar ég las fyrirsögnina.

Ragnar Gunnlaugsson, 13.4.2010 kl. 10:11

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Eðlilega - mér komu í hug Öfugmælavísurnar sem kenndar eru við Línu Langsokk

Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.4.2010 kl. 11:24

6 identicon

Árni þú segir að samfylkingin hafi hreinan skjöld þó hún hafi haldið um stjórnartaumana í aðdraganda hrunsins. þetta er sérkennileg skoðun hjá þér? Vel athygli þína á að fara inn á Mbl. í dag og lesa þar um peningagjafir landsbankans til þingmanna Samfylkingarinnar. Jóhanna fékk að vísu einungis 200.000kr en Steinunn Valdís tók á móti 3.5 milljónum ( !!! ), Guðbjartur Hannesson þáði 1 milljón frá landsbankamönnum, Össur tók með gleði á móti 1.5 milljón, Árni Páll fékk 500 þús kr og það sama fékk Stefán Jón Hafstein. Ég meina hver er að tala um hreinan skjöld Samfylkingar ? Viltu ekki skilgreina hvað þú telur að sé hreinleiki gæskurinn ?

Heiða (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 21:17

7 Smámynd: Árni B. Steinarsson Norðfjörð

Þetta eru bara smáaurar miðað við tugamilljóna króna styrki sömu aðila til Sjálfstæðisflokksins.

Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 13.4.2010 kl. 21:24

8 identicon

Ég sé að rassasleikjan og eiturbrasarinn Ólafur Ingi Hrólfsson hlassar sér niður og gerir sér dælt við síðuritara. En hvað kemur út úr því. Jú merkingarlaust gjamm Ólafs sem fellur um sjálft sig. Hvernig sem Ólafur Ingi reynir að sleikja og hrekja þá bera flokkarnir ákveðna ábyrgð hvernig komið er. Og í ljósi þess að Björgvin "er aðeins Björgvin eftir á þingi - honum ber að segja af sér og hætta." Það er komið í ljós að Björgvin var haldið frá fundum og mikivægum upplýsingum. Ætti rassasleikjan ekki að kynna sér málið aðeins betur áður en skítkastið, sem er það eina sem hann getur, byrjar af veikum mætti rassasleikju sem telur vera sitt æðsta takmark að verja hrunflokkinn án þess að geta fært frekari rök fyrir þeirri vörn. Rassasleikjan Ólafur Ingi Hrólfsson á kannski von á bíómiða frá Valhöll fyrir alla viðleitnina.

Veffari (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband