Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn; með því áframhaldi yrði allur heimurinn blindur

Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn; með því áframhaldi yrði allur heimurinn blindur.

Þetta sagði Mahatma Gandhi.

Skv. Mikaelfræðunum voru bæði Mahatma Gandhi og Jóhannes skírari yfirskilvitlegar sálir. Einkennum yfirskilvitlegu sálarinnar er lýst mjög vandlega í bókinni Transforming Your Dragons. Þau einkenni koma fullkomlega saman við þá mynd sem dregin er upp af Gandhi í samnefndri kvikmynd með Ben Kingsley. 

 

Sharía réttarfarið er byggt í fyrsta lagi á Kóraninum; i öðru lagi á Haddith ritununum sem segja frá því sem Múhameð á að hafa sagt um allt milli himins og jarðar t.d. um kvenfólk og stríðsrekstur. Menn spyrja sig að því hvernig Múhameð hefði dæmt við svipaðar aðstæður. Síðan er um að ræða önnur rit ef þeim er að skipta og síðan ræður samdóma álit dómara.

 


mbl.is Dæmdur til að fá sýru í andlitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Árnason

Gandhi hafði rétt fyrir sér, en mér finnst þetta samt vera svo mikið réttlæti. Þetta væri annað mál um morð myndi ég segja, en í þessu tilviki styð ég ákvörðun Sharía réttarins i Íran, svo að maður sem  iðrast ekki, fái að finna fyrir sársaukanum sem hann hefur valdið þessari konu og  fái almennilegan af smjörþef af sínum gjörðum. Ég efast um að hann geri þetta aftur þegar það er búið að blinda hann með sýrunni og þetta er sömuleiðis merki um að kvenréttindamálin fari batnandi í Íran, allaveganna á einhvern hátt.

Kveðja Sigurður

Sigurður Árnason, 30.11.2008 kl. 05:20

2 identicon

Ghandi sagði! og hvað sagði hann,hverjum er ekki sama hvað hann bullaði,enda löngu dauður!

þetta drullukvikindi átti Þetta svo sannarlega skylið! þetta er e h sem við Þyrftum að skoða að taka upp hér á landi! það kæmi sennilega skrítin svipur á td barnaníðingana Þegar Þeir færu að fá óheflað timbur upp í görnina!

óli (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 05:37

3 Smámynd: The Jackal

Vá, Óli. Þetta var alveg ótrúlega, ótrúlega heimskulegt svar.

 1) Einn virtasti og merkast maður allra tíma "bullari"? Og okkur á að vera sama um speki hans?

2) Á bara að hlusta á lifandi fólk?

3) Hefnd á ekki að hafa neytt að gera með réttlæti. Tveir mjög ólíkir hlutir.

4) Hvernig er sambærilegt að refsa geðveiku fólki með "auga fyrir auga" og þessum manni?

The Jackal, 30.11.2008 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband