Varast læknamafíuna - Taka heilsuna í eigin hendur

Í seinni heimstyrjöldinni og fyrir þann tíma þekktist krabbamein nánast eingöngu sem sjúkdómur gamals fólks. Reyndar var greiningartæknin ófullkomin á þeim tíma og krabbameini því oft ruglað saman við tæringu / berkla. Auðvitað gerðist það samt að fólk á öllum aldri og ekki síst börn fengu krabbamein og dóu úr honum enda var þá sjaldan sem aldrei hægt að lækna þann sjúkdóm.

Aukin tíðni krabbameins stafar hins vegar langt í frá af minnkaðri tíðni annarra sjúkdóma og hækkaðs aldurs. Ýmis krabbamein sem fólk fær jafnan um eða eftir miðjan aldur hafa verið að færa sig neðar og neðar í aldursdreifingu og heldur sú þróun áfram.

Læknamafían veit af ýmsu sem þar veldur en hún heldur því að sjálfsögðu út af fyrir sig og klæðir auk þess þekkingu sína í ýmsan felubúning svo almenningur haldi áfram að lifa biluðum lífstíl og framkalla þannig sjúkdóma. 

Einar Þorsteinn Ásgeirsson arkitekt gerir grein fyrir þessu í bók sinni Lífsspursmál. Ég hef auk þess komið inn á þessi mál í eldri skrifum mínum á Moggablogginu.

Ég vil þó aðeins taka fáein atriði fram núna.

Á innanverðri kápu bókarinnar Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk stendur eitthvað á þá leið að hver sú þjóð sem skiptir út hefðbundnu fiskimataræði fyrir kolvetnisríka fæðu á borð við pitsur í bland við súra drykki á borð við Coca cola getur búist við aukinni offitu og ýmsum krónískum sjúkdómum á borð við krabbamein, MS, beingisnun ... þótt kenning ... hafi ekki verið sönnuð með hefðbundnu rannsóknarsniði liggur fyrir fjöldi dýrarannsókna, fjöldi lífefnafræðirannsókna (ef ég man rétt) og næg reynslusönnun til þess að það er siðferðilega rangt að upplýsa almenning ekki um þann mögulega ávinning sem hann getur haft af því að aðlaga mataræði sitt blóðflokki sínum. Þetta er haft eftir hálærðum manni og þekktum næringarfræðingi.

Þetta veit læknamafían og er svo sem ekkert að flagga þessu. Í lokin vil ég benda fólki á það sem tannlæknirinn minn sagði mér sem er að svarta gosið með súrsæta bragðinu (kók, pepsí) er verra fyrir tennurnar en annað gos. Sykurlaust kók er meira að segja verra en sykrað vegna sítrónusýrunnar. Ef maður velur diet kók fær maður bæði Aspartam og E211 sem ber að forðast. Hitt er það að í sykruðu gosi er meiri sykur en flestir gera sér grein fyrir. 2 lítrar af sykruðu gosi inniheldur það sem nemur fjórum stórum glösum af sykri þ.e. stórum drykkjarglösum af hvítum fínt unnum sykri sem eru mjög einföld og hraðvirki kolvetni og þar af leiðandi óheppileg fyrir líkamann. Mikill sykur veldur síðan bæði hættu á sykursýki 2 (áunninni sykursýki) og krabbameini þar sem hár blóðsykur getur valdið slíku.

E211 eyðileggur DNA-að og er krabbameinsvaldandi sé C - vítamíni blandað við. Koffein veldur auk þess fósturskemmdum og krabbameini í þvagblöðru. P.s. Þetta hef ég hvort tveggja úr íslenskum útbreiddum dagblöðum frá því í fyrravor.

Læknamafían veit þetta allt saman en er ekkert að flagga þessu a.m.k. ekki í auglýsingunum í sjónvarpinu. 

 

 

 


mbl.is Krabbamein útbreiddast 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Hvert ætlar þú að leita ef að þú færð krabbamein? Til "læknamafíunnar" eða manns sem boðar blóðflokkamataræði?  Þú vitnar í eitthvað fólk sem á að vera hálært máli þínu til stuðnings.  Læknar eru hálærðir.  Eini munurinn sem ég sé úr skrifum þínum er sá að læknar virðast vera að fela sannleikann.  Hvers vegna deyja þá læknar alveg eins úr krabbameinum og aðrir?  Ef þeir eru svona spilltir að þínu mati, ættu þeir þá ekki að lækna sjálfa sig í leyni?  Þú ert á villugötum með þessar samsæriskenningar og hefur látið blekkja þig af fólki sem hefur hag af því að selja nýju fötin keisarans.

Svanur Sigurbjörnsson, 10.12.2008 kl. 02:04

2 Smámynd: Árni B. Steinarsson Norðfjörð

Sæll Svanur. Ég ákvað að hleypa þessari athugasemd að svo ég gæti svarað henni. Atriði 1. Svar: Auðvitað bjóða krabbameinslæknar upp á bestu og einu lausnirnar þegar í óefni er komið. Auðvitað en ég átti ekki við það sem á við eftir að skaðinn er skeður heldur heilbrigt líferni fólks sem hefur ekki enn misst heilsuna.

Þetta hitt sem þú nefnir sem eru í rauninni fjögur atriði í viðbót vil ég svara svo.

Atriði 2. Svar: Hálært fólk vs...? Þú sérð hlutina svart á hvítu. Annars vegar hálært fólk og hins vegar einhverja sem eru á skjön við aðra og eru að þínu mati greinilega að markaðssetja einhverjar skottulækningar. Gott og vel. Í t.d. blóðflokkamataræðisbókunum er endalaust verið að vísa í rannsóknir og útgefnar niðurstöður og umfjallanir sem eru héðan og þaðan og eru gerðar af alvöru vísindamönnum og stofnunum en ekki læknadeildum einhverra þriðja heims ríkja. Það er til nokkuð sem heitir vísindahyggja sem er neikvætt fyrirbæri og lýsir sér í ofurtrú á vísindum og að sumir frekar en aðrir hafi á réttu að standa í krafti embætta, gráða og stöðu í kerfinu. Það er of langt mál að gera grein fyrir því hér að öðru leyti en því að slíkt viðhorf felur í sér heimsku og hef ég það eftir fleirum að fólk sem þykist vera alveg í samræmi við stóðið og vísindin er einmitt óvísindalegt og má þar nefna frægan íslenskan næringarfræðing í því sambandi sem setti m.a. út á frægan íslenskan vísindamann í lífefnafræði o.fl. sem hafa tjáð sig á skjön við ríkjandi skóla í heilbrigðisfræðum.  Atriði 3. ,,Hvers vegna deyja þá læknar alveg eins úr krabbameinum og aðrir?  Ef þeir eru svona spilltir að þínu mati, ættu þeir þá ekki að lækna sjálfa sig í leyni? ´´Svar:Ef þú hefur lesið eldri færslur hjá mér um fréttir sem varða áþekk efni þá hef ég einmitt spurt mig þessarar spurningar og sjálfur bent á að það er ekkert rökrétt að setja hlutina fram eins og ég geri og reyndar fleiri. Mannskepnan er hins vegar svo ófullkomin að hún er ekki rökrænni en svo að hvað þetta atriði varðar þá gæta læknar í heild sinni ekki að sinni dýrmætustu eign sem er heilsan. En fyrst læknar eru svona spilltir hvers vegna lækna þeir sig þá ekki í leyni? Þessi athugasemd er ekki einu sinni svaraverð því það er nú svo að læknir er ekki sama og læknar þ.e. læknar í heild sinni og læknavísindin. Við erum nú öll bara aum strá í stormviðrum alheimsins og getum fátt gert af eigin rammleik þegar í nauðirnar rekur og það á jafnt við um lækna sem einstaklinga og mig og þig. Þess vegna getur læknir ekki læknað sig sjálfur því til þess þarf bæði praktíska þekkingu og tækni og það þarf fleiri en einn til í því sambandi. En þegar hagsmunir, vísindahyggja og skráðar sem óskráðar reglur sem varða m.a. samtrygginguna, samþykktar aðferðir og nálganir o.s.frv. er um að ræða þá gerir margt smátt eitt stórt og því stoðar það lítið að til er fullt af strangheiðarlegum og velmeinandi læknum. Atrið 4: Samsæriskenningar mínar. Einar Þorsteinn Ásgeirsson arkitekt og Hallgrímur Þ. Magnússon læknir hafa gert grein fyrir mjög áþekkum hugmyndum og ég. Meira að segja hafa margir fræðimenn komið inn á mjög svipaða og róttæka gagnrýni af svipuðum toga m.a. fjölmargir heilsufélagsfræðingar og það eru til bækur í þeim fræðum sem taka mjög svipaðan pól í hæðina. Atriði 5: Fólk sem hefur hag af því að selja nýju fötin keisarans: Gangsemi fjölmargra náttúrulyfja á borð við kaldþroskaðan hvítlauk, blómafrjókorn, besta ginsengið, ætihvannarextraktið sem íslenskir vísindamenn á borð við fyrrverandi háskólarektor og prófessor við læknadeild HÍ eru dæmi um afurðir sem hafa sýnt ótvírætt gildi sitt og hjálpað mörgum þótt það séu alltaf einhverjir sem hafa ofnæmi eða vanda sem er annars eðlis, þannig að viðkomandi vara gagnist. Það sama á við um blóðflokkamataræðið. Hitt er það að læknar og lyfjaiðnaðurinn hefur ákveðinn hag af því að hafa hlutina eins og þeir eru þótt þeir fari sem einstaklingar flatt á því fyrir rest. Vísindastóðið og læknamafían selur líka sín nýju föt keisarans. 

Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 10.12.2008 kl. 02:40

3 identicon

Þér að segja Árni, þá veit ég ekki um marga lækna eða læknanema sem trúa á þetta blóðflokkafæði og mun það líklega vera ástæðan fyrir því að þeir eru ekki að benda fólki á þetta.

Enda finnst mér það ekki hlutverk lækna að stuðla að því að fólk lifi heilbrigðu lífi áður en það leitar sér læknis til að byrja með. Svona forvarnarstarf sem þú talar um á að vera í höndum einhvers annars en læknis, t.d. næringafræðings eða matvælafræðings ?!

Þar að auki mega læknar ekki auglýsa sig - það er mjög líklegt að ef þeir færu að vera með einhverjar tilkynningar í tv að því yrði tekið sem "sjálfsauglýsing"

Og annað, það er ekki til neitt sem heitir hvítur fínt unnin hrásykur. Hrásykur er sykur sem er ekki unnin/minna unnin og er brúnn, hitt er bara venjulegur hvítur sykur :)

Sandra (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 08:04

4 Smámynd: Árni B. Steinarsson Norðfjörð

Sæl Sandra. Þú hlýtur að vera svaka skvísa því ég þekki bara þannig Söndrur.

Ég var smávegis utan við mig þegar ég minntist á hrásykurinn og er búinn að breyta hrásykur í sykur.

Hallgrímur Þ. Magnússon svæfingalæknir trúir á blóðflokkamataræðið og hefur kynnt það fyrir fólki. Systir mín er að klára læknisfræðina og hún trúir á blóðflokkamataræðið. Hún þjáist ekki af vísindahyggju þótt hún sé búin að vera árum saman í læknisfræðinni öfugt við marga ef ekki flesta læknanema.

Auðvitað mega læknar ekki auglýsa sig persónulega og kannski eru sjónvarpsauglýsingar ekki heppilegasta leiðin til að koma sjónarmiðum á framfæri. Engu að síður eru margar færar leiðir í því.

Hitt er það að ég lít svo á að forvarnir og heilbrigður lífstíll eigi að vera hluti af læknisfræðinni eða opinberri lýðheilsustefnu. Hitt er það að það er ekki hægt að búast við miklu af næringa- og matvælafræðingum þar sem þau fræði eru dótturgreinar í umsjá læknamafíunnar og nátengdar læknisfræðinni sem er svona eftir á og með sína þröngu nálgun.

Þú ert greinilega í læknisfræði. Er eitthvað til í því að sannanir í læknisfræði þurfi að uppfylla tvö skilyrði sem eru annars vegar að málið sé nógu flókið til að það sé ekki á færi leikmanna að eiga við það og ekki einu sinni pæla í því og hitt að einhver innan eða nátengdur kerfinu verði að græða á því? Þess vegna gefur læknisfræðin lítið fyrir t.d. blómafrjókorn og kaldunninn hvítlauk. 

Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 10.12.2008 kl. 08:43

5 identicon

Nei ég er reyndar ekki í læknisfræði - en vinn mikið með læknum og læknanemum (og ég er heldur ekki hjúkka:) ). Sjálf hef ég lesið mikið um blóðflokkafæði og hef mikið hugleitt að taka upp þannig lífstíl, nema hvað að skv. mínum blóðflokk má ég ekki borða neitt nema grænmeti og ávexti - ekkert kjöt, engan fisk - svo lítur þetta líka út fyrir að vera fullt djobb bara það að fá sér að borða.

En ég efast ekki um að einhverjir læknar þarna úti trúi á þetta og á móti koma læknar sem útskrifuðust fyrir 30 árum + sem vilja ekki hlusta á svona kjaftæði.

Læknisfræðin gefur lítið fyrir hvítlauk og hitt því það eru náttúruefni eða náttúrulyf - það er allt önnur fræði, langflest er lítið sem ekkert rannsakað og byggist meira og minna á sögusögnum um hvað fólk hefur notað þetta til. Það eru til að mynda um 50 ábendingar til í heiminum hvað varðar hvítlauk - en aðeins örfáar hafa e-ð verið rannsakaðar.  Enda held ég að margir yrðu ekki sáttir við lækninn sinn ef hann segði þeim bara að borða hvítlauk og drekka engifer vatn ef þau kæmu að hitta hann vegna streptókokka hálsbólgu.

Ríkið er með hóp af fólki sem vinnur að forvarnarstarfi = Lýðheilsustöð, held að það ætti frekar að beita þrýstingi að þeim heldur en læknunum :)

Þarna með þessi tvö skilyrði - það er í höndum leikmanna að skilja sitt eigið heilsuástand, læknirinn útskýrir alltaf - en með tilkomu internetsins á að vera mjög auðvelt að lesa sér til ef sá hinn sami vill fá fullan skilning - en upp til hópa er fólk sem hefur bara ekki þá þörf að hafa fullan skilning. Og þetta með að einhver nátengdur kerfinu þurfi að græða... ég veit ekki hvaðan það kemur og ég veit ekki hvað þú átt við með því - en rannsóknir á vegum TR og Landlæknisembættisins hafa sýnt að læknar eru í 99,9% tilvika að hugsa um þarfir sjúklingsins fremur enn að reyna að auka sinn eigin ábata. 

En það er jafnframt í höndum ríkisins og landlæknis að búa til hvata fyrir þetta heilbrigðiskerfi sem er btw meira og minna stórgallað!

Sandra (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 09:00

6 identicon

Gott hjá þér að gagnrýna þessa frétt.  Það er látið í það skína að krabbamein séu einhverskonar fátækrasjúkdómur, meðan það er frekar velmegunarsjúkdómur, fylgifiskur vestrænnar menningar, matvælavinnslu, lyfja, bólusetninga og skorts á fersku fæði (vítamínskortur).

Kyndill sannleikans (mbl) lýsir dauft um þessar mundir, allt skrumskælt og bjagað, sannleikurinn aukaatriði meðan almannatengsl, kostun og pólítísk rétthugsun (sovét hugtak) eru í heiðri höfð.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 09:00

7 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Auðvelt væri að eyða öllum deginum í að ræða „samsæri lækna/lyfjamafíunnar“, af nógu er að taka.

Mæli með þessu: A World Without Cancer.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 10.12.2008 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband