Fiat hefur samt náð lengst í þróun díeselvélarinnar og BNAmenn eru með allt niðrum sig í umhverfismálum

Þótt ég viti það annars ekki dettur mér það í hug að það séu takmörk fyrir hlutfalli díeselbíla, hvað eldsneytið sjálft varðar, því fleira kemur til, m.a. framleiðslukostnaður díeselbíla sem er mun meiri en bensínbíla og sótagnamengun sem bætir gráu ofan á svart í stærstu borgum heimsins, t.d. Moskvu og Pétursborg, þar sem allir eru á nagladekkjum á veturna eins og hér, nema að þar er mannmergðin algjör en vindur enginn, ólíkt hérlendis.

Getur það einnig verið að við vinnslu hráolíu kemur út ákveðið magn ýmiskonar þungs eldsneytis svo sem smurolíu, svartolíu, og dieselolíu, síðan milliþungt eldsneyti, t.d. bensín og létt eldsneyti, svo sem þotueldsneyti og loks gas.

Hingað til hafa þotur notað þotueldsneyti, einkabílar bensín, og vinnuvélar, áætlunarbílar og vörubílar, og nú síðast um helmingur vesturevrópska einkabíla hafa notað díesel. 

Þarf ekki að vera jafnvægi þarna á milli til að allar afurðir hráolíunnar fái nýtist sem best?

Myndi það jafnvægi raskast skipti bandaríski einkabílaflotinn yfir á díeselolíu?

Er það kannski þess vegna sem Chrysler menn gefa lítið fyrir lausnir og áherslur Fiat?

Man ég rétt er Chrysler þegar kominn áleiðis í tvinnbílatækni og þarf því kannski ekki á Fiat að halda þess vegna.

Hvers vegna stafar þessi óánægja? Það kemur ekki fram í fréttinni sem nefnir bara...

 


mbl.is Vilja að kaup á Chrysler verði stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tollinn

Akkurat þegar hráolía er unnin eimast fyrst léttu efnin gös ofl. síðan bensín ,steinolía  disel,gasolía .svartolía og svo tjara og bik sem er notað í sm.ol og malbik ofl.það er ekki hægt að ætla bara að nota einn hluta hennar þá skapast vandamál með hina

Tollinn, 7.6.2009 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband