Rangt að hann hafi verið faðir strúktúralismans

Fyrst ber að hafa í huga að það eru til fleiri en einn strúktúralismi. Strúktúralismi í sálfræði er t.d. önnur og eldri stefna en strúktúralismi í hugvísindum sem þróaðist upp úr formstefnunni á millistríðsárunum og var ekki síst úrvinnsla á hugmyndum Saussure sem þá var látinn. Strúktúralismi hugvísindanna byrjaði í málvísindum með greiningu á formgerð í tvennt eða þrennt, t.d. voru málhljóð greind niður í aðgreinandi þætti og voru þau skilgreind eftir einkennum þar sem þau voru síðan merkt mínus og plús eftir því hvort þau hefðu tiltekna þætti eða ekki og skyld hljóð voru aðgreind þannig. Á þessum árum þróuðust hugtök á borð við hljóðanið, myndanið, orðasafnsmynd o.s.frv. þótt hér sé skammt í að minnast á Chomsky sem er nafn innan formgerðarmálfræði en hann var með hugmyndir á borð við baklæga gerð o.s.frv. Það minnir að sumu leyti á yfirfærslu strúktúralismans í bókmenntafræði og heimspeki sem var af mjög áþekkum toga og leið Strauss við beitingu á strúktúralisma málvísindanna innan mannfræðinnar. Þar litu menn svo á að maðurinn hugsaði í aðgreinandi þáttum sem skilgreinast af andstæðu sinni. Himnaríki getur t.d. ekki verið til fyrir fólki nema andstæða þess helvíti sé til og öfugt, sama með gott og illt o.s.frv. Hér skilgreinir hvert annað. Strauss nýtti sér þessar hugmyndir til að útskýra goðsagnir þar sem skipting norræns átrúnaðar í m.a. ása, vani og þursa með öllu tilheyrandi endurspeglaði slíka hugsun sem væri um leið endurspeglun á tvenndarhugsun, stéttarskiptingu o.fl. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Lévi-Strauss látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk kærlega fyrir útskýringuna.

Ég kem úr líffræði og hafði ekki kynnt mér verk Levi-Strauss, né viðfangsefni hans að neinu ráði.

Las mjög athyglisverð eftirmæli í the Guardian, sem vöktu áhuga minn.

http://www.guardian.co.uk/science/2009/nov/03/claude-levi-strauss-obituary

Arnar Pálsson, 4.11.2009 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband