28.3.2016 | 16:47
Lýðskrumsháttur forsætisráðherra setur afsagnarkröfu á oddinn
Ég verð að segja að ég er mjög ósáttur við framgöngu forsætisráðherra þessa dagana.
Forsætisráðherra snýr út úr með því að blanda saman eplum og appelsínum.
Málið er að árangur fyrri ríkisstjórnar kemur málum forsætisráðherra ekkert við og heldur ekki samanburður á afrekum fyrri og núverandi ríkisstjórnar. Fyrir því eru margar ástæður, og sú helsta kannski sú að þar er um að ræða samanburð á eplum og appelsínum. Umhverfi og aðstæður tveggja fyrri ríkisstjórna Íslands, var svo ólíkt því búi sem núverandi ríkisstjórn tók við, að það er ekkert hægt að bera saman árangur núverandi ríkisstjórnar og þeirrar fyrrverandi, eða tveggja fyrrverandi ríkisstjórna, ef litið er á ríkisstjórn Samfylkingar og VG þar á undan, sem sérstaka ríkisstjórn, og ríkisstjórn sömu flokka þar á eftir sem aðra ríkisstjórn.
Svona tal eins og heyrist í forsætisráðherra þessa dagana þar sem hann gerir hvað hann getur til að blanda árangri eigin ríkisstjórnar í mál sín, er heldur betur óviðeigandi, og m.a. vegna þess að umhverfi núverandi ríkisstjórnar var markað af ríkisstjórninni þar á undan, og sama má segja um ríkisstjórnina sem tók við stjórnartaumunum rétt eftir hrun. Að vísu var Framsóknarflokkurinn ekki í stjórn 2008, þegar hrunið varð, en Framsóknarflokkurinn var í stjórn árin þar á undan, þegar einkavæðing bankana, og flest annað sem átti eftir að hafa áhrif, og var fært í horf sem síðar leiddi til hrunsins, þannig að Framsóknarflokkurinn getur ekki firrt sig ábyrgð af hruninu.
Það getur enginn sagt við sjálfan sig og aðra að það sé nóg að vera góður á sunnudögum og síðan getur maður verið eins og asni alla hina dagana. Hvað árangur fyrri ríkisstjórnar varðar er það síðan þannig að samanburður á árangri þessarar ríkisstjórnar við fyrri ríkisstjórn er líka samanburður á eplum og appelsínum, m.a. vegna þess að sem samlíkingu má taka sem dæmi að það hleypur enginn jafn hratt með 30 metra á sekúndu í mótvind og 5 metra á sekúndu í mótvind, og hvað IceSave málið varðar sem dæmi, var það mál mun erfiðara viðfangs en svo að hægt sé að líta á það sömu augum og hjá krökkum í sandkassa sem benda á sökudólg, og segja þér að kenna. Ísbjörgin voru mál sem var ekki hægt að leysa nema sem þráttarhyggjuferli þar sem aðilar málsins, þ.e. ríkisstjórn, stjórnarandstaðan og þjóðin kastaði brennheitum knettinum á milli sín, og fyrir utan það vissi enginn hvernig þetta Icesave mál færi að lokum, þótt Sigmundur Davíð hafi alltaf fullyrt að réttarstaða okkar væri sterk - en það vissi samt enginn, og hann sjálfsagt ekki heldur, þótt málið hafi endað ágætlega fyrir rest. Málið snýst um heiðarleika og traust og afrek fyrri ríkisstjórnar í samanburði við afrek fyrrverandi stjórnar ættu ekki einu sinni að vera hér til umræðu, og þá vegna þess að sá samanburður er samanburður á eplum og appelsínum eins og áður segir, nema að einhver hæfi nú annars máls á slíku, en þá þyrfti sá hinn sami að hafa hlutlausa aðkomu að þeirri orðræðu. Það er erfitt að sjá að forsætisráðherra sé hlutlaus aðili í samræðu um þennan samanburð, sem er eins og áður segir samanburður á eplum og appelsínum. Spilling og annað sem hefur einkennt bæði íslenskt samfélag og stjórnmál um áratugi, er nokkuð sem þarf að taka á, en það kynni hins vegar að verða heldur langsótt ferli, ef forsætisráðherra fer sjálfur með því fordæmi að snúa út úr með samanburði á eplum og appelsínum.
Líklega rætt á þingflokksfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:53 | Facebook
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Forseti vor valdi Ìslands traustasta fullveldis,sinna.
Helga Kristjánsdóttir, 29.3.2016 kl. 03:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.