22.11.2008 | 16:20
Þekki manninn! Fínasti náungi. Á ekki að vera í fangelsi!
Svona góður gæi eins og hann Haukur hefur sterka réttlætiskennd og myndi aldrei ganga í skrokk á öðrum, smygla eiturlyfjum eða leita á börn svo fátt eitt sé nefnt af því sem alvöru glæpamenn gera.
Hann fór t.d. alla leið til Reykjarnesbæjar í haust að mótmæla lögregluofbeldinu á útlendingunum.
Síðan fær hann sekt út af einhverjum fiflalátum vð Kárhnjúka en neitar að borga sektina vegna fátæktar sinnar og fær þá 18 daga dóm.
Tveimur árum síðan er honum samt stungið inn en afplánar bara í fjóra daga út af því að svona ljúfmenni er auðvitað hent út úr fangelsinu ef það þarf að stinga inn alvöru glæpamönnum.
Síðan fer hann í mestu makindum í vísindaferð til Samfylkingarinnar sem bauð og tók á móti 20 manna hópi í Alþingishúsinu: Hann er þá handtekinn og stungið inn og er núna innilokaður og verður líklega í fangelsi næstu 8 mánuðina.
Þetta er bara orðið eins og í Bandaríkjunum þar sem fólk fer í fangelsi fyrir hvað sem er.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:49 | Facebook
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1274
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.