11.12.2008 | 21:33
Á eftir suðurlandsskjálftum kemur gos í Bláfjöllum - Hafnarfjörður, Garðabær , Kópavogur, Seljahverfið og Árbærinn fara undir hraun.
Þetta hafa margir bestu sjáendur og berdreymendur landsins séð fyrir. Þetta mun gerast fyrir 2020. Það fór hálftími á Útvarpi sögu í að rekja sameiginlega drauma og sýnir nokkrurra einstaklinga. Fólkið sá þetta fyrir sér fyrir um 20 árum eða ... og það rakti þau eldgos og skjálfta sem þegar hafa komið fram.
Valda skjálftar eldgosum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:52 | Facebook
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
eins og með alla framtíðarspádóma þá er best að taka þeim með fyrirvara. hinsvegar búum við á eldfjallaeyju og af þeim sökum eru eldgos um nánast allt land mjög líkleg.
en veit einhver hvort það séu til plön eða skipulag ef til þess kæmi að rýma þyrfti höfuðborgarsvæðið?
Fannar frá Rifi, 12.12.2008 kl. 11:15
Það er nú það. Það veit ég ekki. Hitt er það að ef það kæmi gos t.d. Í Bláfjöllum þá þyrftu allir að keyra vestur á land og þá a.m.k. upp á mýrar. Ef gos kæmi annars staðar t.d. í Hengli þá er spurning hvort best væri að keyra til Keflavíkur.
Við gos kemur lyktarlaust gas og þess vegna drapst einn maður í Vestmannaeyjagosinu sem gáði ekki að sér og taldi sig öruggan í kjallara nokkrum ef mínar heimildir eru réttar.
Ef þessi eyja í Kanaríeyjaklasanum hryndi þá þyrftu líklega allir Íslendingar sem búa við ströndina nema kannski norðlendingar að koma sér langt upp á land þar sem flóðbylgjan sem mun skella t.d. á austurströnd BNA mun ganga 15 til 20 km yfir sléttlendi.
Þá horfir beint við að keyra Þingvallaveginn og fara svo úr þar sem hentugt er án þess að teppa för annarra.
Þessi eyja mun hrynja fyrr eða síðar með þessum afleiðingum og kannski líklegast innan 10 000 ára og þess vegna á morgun eða á næsta ári.
Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 12.12.2008 kl. 11:27
Ef gos kemur upp á Bláfjallasvæðinu eða á Reykjanesi geta Reykvíkingar bara verið heima hjá sér í rólegheitum eða farið uppá Öskjuhlíð til að fylgjast með, því þarna eru engin stór eldfjöll sem eru hættuleg fyrir höfuðborgarsvæðið. Það er samt möguleiki á að hrauntaumar nái að renna niður Elliðaárdalinn eða nálægt Garðabæ og Hafnarfirði en það mun varla kalla á neinn allsherjar brottflutning.
Landið er ekkert að fara að hrynja. Það mun verða til áfram í milljónir ára.
Emil Hannes Valgeirsson, 13.12.2008 kl. 11:48
Þetta sögðu jarðfræðingar um Vestmannaeyjar árið 1972.
Börkur Hrólfsson, 14.12.2008 kl. 12:50
Nema hvað Vestmannaeyjar eru megineldsstöð og sennilega meðal stórhættulegustu staða til búa á með tilliti til eldgosa.
Emil Hannes Valgeirsson, 14.12.2008 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.