14.12.2008 | 14:42
Hvað með laga- og regludýrkun, halelúja- og gamaldags fólk og herskyldu?
Það er herskylda í Noregi a.m.k. fyrir drengi. Ég var búinn að blogga um laga- og regludýrkunina í Svíum sem á líklega við Norðmenn líka. P.s. ef menn lesa pistilinn minn þá er það samt svo að norska lögreglan mun vera miklu meira úti á götunum að bögga ökumenn en í Svíþjóð, a.m.k. gerðu Svíar þrátt fyrir eigin siði og skipulag heimildamynd um norsku lögregluna í umferðareftirliti sínu. P.s. Myndi Gunnar í Krossinum skera sig út úr í Noregi? Til að rökstyðja það vil ég benda á þessa sjálfstæðishreyfingu vestlendinga í Noregi en hún snýst um olíuna, málið og ekki síst það að óvíða í Vesturevrópu er um að ræða kristnara fólk en einmitt þar. Af því ég minnist á Færeyinga í pistlinum vil ég spyrja hvers vegna samkynhneigðir eiga svona erfitt uppdráttar í Færeyjum og hvers vegna tóku þeir svona hart á Íslendingnum sem flæktist inn í þetta skútumál í fyrra? Við þurfum bara að afnema verðtrygginguna, þrefalda barnabæturnar, stytta vinnutímann og allt það eins og Norðmenn gera vel. Við eigum hins vegar ekki að taka upp herskyldu, búa til lögregluríki og senda Gunnar í Krossinum á þing. Það höfum við a.m.k. fram yfir Norðmenn. Hér er annars færslan sem ég bloggaði um málið: http://taoistinn.blog.is/blog/taoistinn/?offset=50
![]() |
Íslendingar stefna til Noregs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:50 | Facebook
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það er enginn herskilda fyrir drengi/stúlkur með íslenskan ríkisborgararett, en maður getur sótt um að fá að gegna herskildu.
Vilhjálmur (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 15:08
Þá er eins gott að fólk afsali sér ekki íslenskum ríkisborgararétti við það að taka upp norskan ríkisborgararétt og passi til þess að það eigi við um börnin líka.
Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 14.12.2008 kl. 15:15
Hvers vegna ætti íslenskur ríkisborgari her í Noregi að afsala ser ríkisborgararettinum, við höfum sama rett á öllu nema að kjósa í þingkostningum ????
Vilhjálmur (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.