Ég hef búið rúm 30 af mínum 35 árum á Íslandi og tvö ár í Noregi og lengur í Svíþjóð.
Ég þekki vel þjóðarsál Íslendinga og hvaða kostir og jafnvel lestir eru einkennandi fyrir Íslendinga. Ég tel mig líka vita um það sem er miður í fari Svía sem þjóðar.
Kontrólfríkið og regludýrkandinn (a.m.k. þegar aðrir eiga í hlut) Georg (sem er þar að auki síkópati) er ekki lýsandi fyrir Íslendinga. Íslensk kontrólfrík og síkópatar eru ekki sífellt að vísa til og kalla til lögreglu frekar en Íslendingar almennt.
Miðað við kynni mín af bæði Íslendingum og öðrum þjóðum leyfi ég mér að fullyrða að Georg er mjög ódæmigerður Íslendingur.
Vissulega er misjafn sauður í mörgu fé en hvað sem því líður, þá eru lög og reglur ekki trúarbrögð í Svíþjóð en ekki á Íslandi. Svíar eru auk þess rosalega mikið fyrir það að búa til lög og reglur og kerfi með lögum eða reglum í kringum alla hluti en Íslendingar eru ekki þannig. Það er ekki smá- eða herslumunur á Íslendingum og Svíum í þessu tilliti. Munurinn er algjör.
Öfugt við Svía þá hugsa Íslendingar ekki svona og þess vegna haga Íslendingar sér ekki eins og Georg hvort sem þeir hafa vilja eða tilhneigingu til þess eða ekki.
Hinar tvær aðalpersónurnar eru ekki frekar lýsandi fyrir Íslendinga því þeir eiginleikar sem birtast í fari Georgs eru viðteknir og samþykktir meðal Svía en ekki Íslendinga.
Íslendingur sem hegðaði sér eins og Georg á Íslandi yrði einfaldlega sagt að þegja ef hann yrði ekki laminn eða hæddur. Framkoma Georgs sem er sífellt að skipa fyrir, agnúast, vísa i lög og reglur, vísa til og kalla til lögreglu o.s.frv. er því miður samþykkt í Svíþjóð og það sama má segja um viðleitni hans til að búa til reglur og kerfi í kringum alla hluti.
Georg væri því dæmigerður Svíi og það sama má segja um Ólaf Ragnar og Daníel því svona undirlægjutípur eru ekki lýsandi fyrir Íslendinga þótt öðru máli gegni um Svía.
Vissulega eru til síkópatar, kontrólfrík, og undirlægjur meðal Íslendinga. Munurinn er hins vegar sá að Georg væri gott dæmi um sænskt kontrólfrík og síkópata.
Dæmigerður Íslenskur síkópati væri hins vegar einhver sem kastaði grjóti í saklausa manneskju, t.d. í mótmælum gagnvart stjórnvöldum sem í rauninni gætu ekkert gert í málinu, og sá sem fyrir árásinni yrði væri t.d. saklaus íslenskur lögreglumaður.
Georg er því ekki dæmigerður fyrir Íslending þótt öðrum máli gegni um Svía. Það sama má segja um Daníel og Ólaf Ragnar. Íslenskur undirlægjuháttur lýsir sér ekki svona þótt öðru máli gegni um sænskan undirlægjuhátt sem þeir tveir virðast báðir verða lýsandi fyrir.
Ég hef skrifað aðrar bloggfærslur á Moggablogginu þar sem ég geri grein fyrir þessum þáttum í fari Svía.
Dag- og Næturvaktin er i rauninni grín að Svíum og sænskri regludýrkun og sænskum undirlægjuhætti.
Hvernig dettur mönnum í hug að láta þessa þætti fjalla um Íslendinga á Íslandi?
Gott og vel. Næst kemur Fangavaktin.
Ég hef áður vikið að þessu sama í bloggi mínu og ég útlegg hér með þeim orðum að á Íslandi hittir maður ekki fyrir fólk eins og Georg nema maður tilheyri jaðarhópum.
Fangelsi eru því undantekning frá reglunni þegar kemur að samanburði á Íslendingum og Svíum.
Það er alls staðar til fólk eins og Georg en til að hitta slíkt fólk fyrir og kynnast þeirri hlið á því þá þarf maður á Íslandi að vera fangi og kynnast þannig fangavörðum sem dæmi.
Hinn almenni Íslendingur hittir hins vegar jafnan ekki svona fólk fyrir eins og Georg. Í Svíþjóð gerist það hins vegar alltaf öðru hverju og breytir það í rauninni engu þótt maður sé heiðarlegasti, velviljaðasti og andlega heilbrigðasti einstaklingurinn í öllum heiminum.
Ég held að ég þurfi að ræða málið við handritshöfunda þáttanna, þ.m.t. Jón Gnarr og Pétur Jóhann. Hvernig dettur mönnum í hug að villast svona algjörlega á þjóðareinkennum Íslendinga og Svía?
Sjái Svíar þættina gætu þeir bara haldið að Íslendingar séu eins og þeir sjálfir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.1.2009 kl. 00:05 | Facebook
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er Íslenskur þáttur, þ.a.l. eru Íslenskar aðalpersónur. Ég held að þátturinn sé ekkert sérstaklega að reyna að líkja eftir e-m sérstökum þjóðareinkennum - meira bara skemmtilegar sögupersónur og fyndin saga.
Þú værir meira að tala um heimildarmynd.
Terkjavafla, 11.1.2009 kl. 22:13
Dag- og næturvaktin lýsa sænskri þjóðarsál og sænskri regludýrkun, reglu- og kerfisgerðaráráttu og sænskum undirlægjuhætti.
Eftir að hafa búið í Svíþjóð þá tekur maður eftir því að þessir þættir eru skopstæling á Svíum en ekki Íslendingum sem hafa aðra þjóðarsál og aðra einkennandi kosti og galla sem þjóð.
Það verður því alveg rosalega fáránlegt fyrir mig sem þekki svona vel til bæði Íslendinga og Svía að þessi þáttur skuli gerast á Íslandi með íslenskum persónum.
Það hefði alveg mátt hafa þessa þrjá gaura Svía en ekki Íslendinga því þá myndi sjást munurinn á Íslendingum og Svíum.
Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 11.1.2009 kl. 22:32
Já, ég sé þetta sennilega bara ekki í sama ljósi, þar sem ég hef aldrei svo mikið sem komið til Svíþjóðar.
Terkjavafla, 11.1.2009 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.