20.1.2009 | 01:15
4 ára fangelsi fyrir að móðga opinberan embættismann - Þori ekki að blogga um málið
Birti ég færsluna tel ég hann til alls vísan.
Ég afritaði hana yfir í ritvinnsluforritið og vistaði þar sem ég kann að skrifa þingmönnum einkabréf.
Það er allt að fjögurra ára fangelsi fyrir að móðga opinberan embættismann þannig að ég gæti talist heppinn með hundraða þúsunda sekt hefði mér láðst að birta þá færslu.
Eftir að hafa litið yfir blogg annarra um fréttina þá sé ég að ég er ekki einn um að hræðast hreinskilin bloggskrif um þessa frétt.
Sé einhver annar á þeim buxunum að skrifa þingmönnum bréf út af þessu eða vill bara setja það á bloggið sem ég skrifaði, þá get ég sent viðkomandi þessa færslu sem ég þori ekki að birta á moggablogginu. Netfangið mitt er: arnis@hi.is.
P.s. Í bréfi frá moggablogginu kom fram að bloggsíðuhöfundar séu ábyrgir fyrir athugasemdum. Ég geri ykkur hinum sem lesið bloggið mitt því ekki miklar vonir um að ég birti athugasemdir ykkar um þetta tiltekna mál.
![]() |
Hátt í 400 handtökuskipanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:28 | Facebook
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.