Rangt, Norðmenn eru miklu líkari Pólverjum en við

Pólverjar er einhver trúaðasta þjóð vesturlanda og þá meina ég trúaðir í þeirri merkingu að fólk sé trúað rétttrúarlegum skilningi. Íslendingar kunna að gefa þessum tveimur þjóðum lítið eftir í trúmálum en ekki þó í þeirri þröngu merkingu sem ég nefni hér.

Pólverjar voru undir járnhæl kommúnista í áratugi og fyrir þann tíma var þjóðin einhver sú stríðshrjáðasta í öllum heiminum. Norðmenn eiga miklu líkari sögu með Pólverjum hvað það varðar.

Þótt kommúnistar hafi aldrei stýrt Noregi þá eru Norðmenn eins og grannar þeirra Svíar ekkert hófsemdarfólk þegar lög og reglur eiga í hlut. 

Það eru ekki margar þjóðir sem eru jafn afslappaðar gagnvart lögum og reglum og Íslendingar.

Þetta atriði færir Norðmenn einnig mun nær Pólverjum en Íslendinga Pólverjum.

 

 


mbl.is Íslendingar „nýju Pólverjarnir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Árni.

Íslendingarnir "nýju Pólverjarnir". Þarna er verið að vísa í pólska atvinnuleitendur sem komu hingað til Íslands hundruðum saman til vinna.Og nú fara Íslendingar í "hópum" m.a. til Noregs til að vinna, því ástandið hér heima er ekki "beisið". Hvað gerir fólk ekki þegar það missir vinnuna? Það leitar allra leiða til að fá vinnu!!! Það er hægt að fá vinnu í mörgum löndum núna, en ekki á Íslandi. Alveg eins og Pólverjarnir gátu fengið vinnu hér, þegar enga vinnu var að fá í Póllandi. Ég vildi bara benda þér á þetta þar sem þú virtist misskilja fréttina. K.kv. Elísabet S.

Elísabet Sæmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 09:19

2 Smámynd: Árni B. Steinarsson Norðfjörð

Ég var ekki að misskilja neitt. Ég var að leika mér með tvíræðni og íróníu. Íslendingar eru ekki Pólverjar í þeim skilningi sem ég vísa í og því hefði Aftenposten mátt orða þetta öðruvísi, eða a.m.k. má hæða fréttina svona.

Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 9.2.2009 kl. 09:32

3 identicon

" Nýju Polverjarnir"  Þetta þýðir að Íslandingar eru teknir við af Pólverjum í atvinnuleit í Noregi ( og víðar ).  Hefur ekkert með einkenni að gera.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 09:34

4 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Sammála þér 'Arni, blaðamaðurinn ætti ekki að nota þetta orðalag. Þetta er ekki niðrandi meint,hvorki gegn pólverjum eða 'Islendingum. Norðmenn vita vel að pólverjar og aðrir sem koma hinga í atvinnuleit er fólk sem vill vinna. það sem margir norðmenn ekki nenna að gera. Var það ekki eitthvað svipað á Íslandi.  Kær kv.Norge

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 9.2.2009 kl. 11:37

5 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Skiptir eingu máli hvaðan við komum.Er Islendingur en hef ekki alist upp hér svo ég er Itölsk.Vandamálinn eru alstaðar,farið er til landa sem hafa möguleika á vinnu svo við leitum þar sem möguleikar finnast, molto semplice.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 9.2.2009 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband