Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Ómarktæk og hlutdræg umfjöllun um hvítabirni?

Ég er ekki að skírskota neitt sérstaklega til þessarar fréttar en fréttir um ísbirni virðast dæmigerðar fyrir æsifréttamennsku og kannski það að fjölmiðlar séu meira fyrir að staðfesta fordóma samfélagsins en vinna gegn þeim.

Hvað þessa frétt varðar kemur ekki fram hver stofnstærð hvítabjarna er og hvernig hún er dreifð en hafa verður í huga að Ísland er algjört jaðarsvæði hvítabjarna og það sama gildir um stór svæði norðurhafa og á það líklega líka við um Jan Mayen og Bjarnarey og þá er það ekki vegna þess að þessar eyjar séu svo sunnarlega heldur vegna þess hversu langt þær eru frá Grænlandi og Svalbarða og það er ekkert nýtt hvað það varðar heldur hefur svo verið síðustu sjö þúsund árin eða svo. Kjörlendi hvítabjarna eru svæði á borð við Svalbarða, Grænland, Norður Kanada og Norður Alaska og hafa verður í huga að úrbreiðsla hvítabjarna nær yfir mjög stórt svæði og víða eru þeir dreifðir á samsvarandi svæði á mjög löngu belti frá norðri til suðurs eins og Suður-, Mið- og Norður-Grænland og stórt belti frá norðri til suðurs í Kanada og Alaska. 

Það er hins vegar rétt að hvítabirnir hafa sérhæfst í að veiða sér seli sér til matar og því eru þeir einkum við ísröndina á þeim svæðum sem þeir dveljast og önnur deilitegund háhyrninga sækir einnig í sel eins og fjölmörg önnur sjávarspendýr ásamt fiskum en hin deilitegund háhyrninga nærist svo til eingöngu á fiski. Þess vegna keppa háhyrningar við hvítabirni um fæðu sem hefur orðið harðsóttari fyrir hvítabirni en áður vegna hlýnunar jarðar og hefur verið réttilega rakið í fjölmiðlum. 

Samt sem áður kemur sjaldnast fram í fréttum hvort ísbirnir séu í útrýmingarhættu því dýr geta oft lifað af þótt í harðbakkann slær. Það er heldur ekkert nýtt en á hámiðöldum milli 1100 og 1300 hefur ekki verið nein gósentíð hjá hvítabjörnum frekar en núna þar sem hlýindi einkenndu þann tíma. Landnámsöldin hefur tæpast verið neitt hlý heldur og hvað sem leið stærð jökla á þeim tíma var stórt skarð lands inn í norðanverðan Vatnajökul sem hefur ekki enn opnast og dró jökullinn jafnvel nafn sitt á þeim tíma af því. 

Í annarri frétt í dag á RÚV var tekið viðtal við mann um hvítabirni og var gefið í skyn í fréttinni að hvítabirnir gætu synt fram og til baka á milli íslands og Grænlands og þeir birnir sem hingað kæmu væru mögulega ekki hungraðir og á síðasta snúning. Gefið var í skyn að ísbirnir gætu lifað á þara og öðru en kjötmeti en hér verður að hafa í huga að væri þetta rétt er næsta víst að ísbjarnakomur væru miklu algengari og bæði væri algengt að ferðalangar á hverju ári yrðu varir víð a.m.k. einn ísbjörn og við landnám hefði verið hér stofn ísbjarna því þá voru ekki menn til að drepa þá og á fyrstu árum landnámsaldar var hér ekki nógu margt fólk til að elta uppi alla ísbirni, a.m.k. ekki á öllum Vestfjörðum sem hafa alltaf verið tor- og seinfærir. Það væru þá til frásagnir af því að hér hafi verið stofn ísbjarna en svo er ekki. 

Það er ekki rétt að ísbirnir geti synt á milli Íslands og Grænlands og séu ekki á síðasta snúningi þegar þeir koma hingað. Ísbirnir eru landdýr og sem slíkir eru þeir vissulega miklir sundgarpar en þeir eru ekki syndir sem selir og hvað þá hvalir en eins og allir vita eru selir ekki liprir á landi öfugt við hvítabirni. Ísbirnir sem koma hingað koma hafa verið á hafís sem hefur kannski bráðnað undan þeim á hafi úti og þeir því þurft að synda hingað til lands og auðvitað er mjög algengt að ísbirnir drukkni þegar þeir hafa þurft að synda of lengi við slíkar aðstæður því annars væru komur þeirra hingað miklu algengari og þeir kæmust þá kannski líka til Noregs og Færeyja. 

Þari í fjörum er líklega næringarríkur, m.a af próteini og söl líka en þar sem nóg er af þara í íslenskum fjörum og líklega líka við Grænland og Norður-Kanada virðist ekki vera raunin að ísbirnir geti lifað á honum því þá myndu þeir líklega bæði lifa af í heimkynnum sínum og hérlendis líka. 

Í stærra samhengi má spyrja hvenær ísbirnir þróuðust af brúnbjörnum sem þeir eru náskyldir þótt liturinn sé annar og stærð þeirra sé meiri því fyrir um 400 000 árum var ákaflega hlýtt á norðurhveli Jarðar og hvar voru ísbirnir þá ef þeir voru á annað borð komnir fram?

Eins má nefna að þróun hvala því háhyrningar eru kannski einu hvalirnir sem keppa við ísbirni um fæðu og ég veit ekki hversu langt sé síðan þeir fóru að veiða annað en fisk því háhyrningar virðast vera ein dýrategund með sömu útlitseinkenni og jafnvel litninga líka en menn virðast merkja tvær deilitegundir þeirra og virðist önnur lifa á fiski en hin á fiski sem selum og öðrum hvölum og kannski fuglum og smokkfiskum líka. 

Þróun dýra getur verið hröð og kannski á það við um háhyrninga og kannski nema örfá þúsund ár síðan þeir fóru að etja kappi við ísbirni um fæðu og auðvitað bætir hlýnun jarðar þar ekki úr skák og síðan er spurning hvort háhyrningar geti hreinlega veitt sér ísbirni sér til matar því þótt ísbjörninn sé stærsta rándýr jarðar eru háhyrningar stærstir minni tannhvala og mun stærri en ísbirnir sem eru ekki í essinu sínu í vatni og það þótt á grynningum sé. 


mbl.is Háhyrningur konungur dýranna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samt var 1987 fremur veðursælt ár

Ég man ekki betur en 1987 hafi verið fremur hlýtt, þurrt og veðursælt og það allt árið. Þessi eini dagur segir því lítið.
mbl.is Ekki snjóþyngra síðan 1987
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband