Íslenskupakkarnir virka ekki fyrir 64 bita stýrikerfin.

Ég er með 64 bita Windows Vista. Ég hringdi í Microsoft á Íslandi og spurði þá að því hvort ég gæti sett upp íslenska viðmótið á stýrikerfinu og Office pakkanum en þeir tjáðu mér að hvorugt mynd i virka með 64 bita Windows Vista.

64 bita Windows Vista mun koma núna inn á markaðinn af fullum þunga. Rúmt ár er síðan Apple sendi frá sér 64 bita stýrikerfi. Nánast öll jaðartæki virka núna með 64 bita útgáfunni þótt oft þurfi að fara á heimasíðu framleiðandans til að ná í viðkomandi rekil.

64 bita útgáfan býður upp á mun meiri hraða, líka með 32 bita forritum. 32 bita stýrikerfi og þ.m.t. þær útgáfur Vista sem flestir nota leyfa einungis 4 GB minni þannig að 32 bita stýrikerfin verða brátt liðin tíð í nýjum tölvum - jafnvel innan eins til tveggja ára.

 


mbl.is Innan við fimmtungur velur íslensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband