Hvað er þingið að pæla? 200 000 til 400 000 kr. skólagjöld?

Ég hef fylgst með fjárhag HÍ í mörg ár. Ég skil annars ekkert í því að stúdentaráð láti fyrst í sér heyra núna út af þessu en ég er búinn að blogga um fjárhag HÍ og fjárlögin öðru hverju í tvo mánuði. Það þarf kraftaverk til að skólagjöldin eða þessi svk. innritunargjöld verði undir 200 000 kr. næsta vor. Það verður að gera eitthvað í málinu, t.d. að taka upp dollar á genginu 100 kr. = 1 dalur og nota íslenska klinkið áfram sem skiptimynt. Þá getum við m.a. notað peningana í seðlabankanum í annað en að halda uppi berskjölduðum og holdveikum gjaldmiðli sem enginn vill koma nálægt. Ég hef annars enga skoðun á þessum myntmálum. Læt öðrum um það. Eins og staðan er núna eru hins vegar fá möguleg bjargráð fyrir HÍ þegar alþjóða gjaldeyrissjóðurinn er búinn að fyrirskipa þennan niðurskurð og fjárlögin hafa verið samþykkt.


mbl.is Stúdentar gagnrýna niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband